Hljóðrit

Hljóðrit

1989

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Eyvindur Erlendsson flytur. [Án útgst.], EVER-útgáfan, 1989. ~ 6 snældur, stereó.

Gefið út í 500 eintökum, tölusettum og árituðum.
Árið 1988 var tekið að flytja Passíusálmana reglulega á föstudaginn langa í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Fyrstur til þess að lesa sálmana þar varð Eyvindur Erlendsson leikari. Hann las þá öðru sinni í kirkjunni á föstudaginn langa 1989, og þá var gerð þessi hljóðritun á lestri sálmanna ásamt formála og sálminum Um dauðans óvissan tíma.
Á síðari árum hafa sálmarnir verið lesnir í fleiri kirkjum á langafrjádag.